Forseti ÍSÍ og Forseti FIBA Europe Ólafur Eðvarð Rafnsson verður jarðsunginn 4. júlí
 
Ólafur Eðvarð Rafnsson forseti ÍSÍ sem varð bráðkvaddur þann 19. júní s.l. verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí klukkan 15:00. Erfidrykkja verður haldin í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum að lokinni athöfn.
 
Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar sem verður notaður í þágu Íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigngjarna starfs innan hennar.
 
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu heiðra minningu hans er bent á reikningsnúmer Minningarsjóðins 0537-14-351000, kennitala sjóðins er 670169-0499.
 
Sjóðurinn verður í umsjón Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands og eru nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sambandsins í síma 514-4000.