Ríkjandi meistarar Miami Heat komust í nótt í úrslit NBA deildarinnar með 99-76 sigri á Indiana Pacers í oddaleik liðanna á Austurströnd deildarinnar. Það verða því Miami og San Antonio sem leika munu til úrslita um NBA titilinn þetta árið.
 
LeBron James fór mikinn í liði Miami með 32 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og þá var Dwyane Wade með 21 stig og 9 fráköst. Roy Hibbert var atkvæðamestur í liði Indiana með 18 stig og 8 fráköst en Paul George náði ekki að sýna sitt rétta andlit með 7 stig og 7 fráköst og sex villur þegar tæpar 8 mínútur voru til leiksloka.
 
Úrslitin hefjast svo aðfararnótt föstudags á heimavelli Miami sem verða með heimaleikjaréttinn í úrslitum.
 
Heat fá austurbikarinn afhentan:
 
 
Mynd/ Birdman sendi austurtitilinn á loft en Alonzo Mourning afhenti þeim titilinn.