Miami Heat jafnaði í nótt metin í 2-2 í úrslitum NBA deildarinnar gegn San Antonio Spurs. Þetta var annar leikurinn á heimavelli Spurs en heimamenn unnu þann fyrsta með miklum mun. Lokatölur í AT&T Center í nótt voru 93-109 Miami í vil þar sem LeBron James gerði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 32 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.
 
Tim Duncan var stigahæstur í liði Spurs með 20 stig og 5 fráköst og Tony Parker gerði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Spurs eiga einn heimaleik eftir og verður forvitnilegt að sjá hvernig leikur fimm fer enda Spurs ekki mikið að stunda þá iðju að tapa tveimur heimaleikjum í röð.
 
Topp 5 tilþrif leiksins í nótt