Lárus Jónsson spilandi þjálfari Hamars í 1. deild karla verður ekki meira með liðið en þetta hefur þjálfarinn staðfest í samtali við Karfan.is. Hamar leikur í 1. deild og féll út í úrslitakeppninni á síðasta tímabili er liðið lék umspil við Val um laust sæti í Domino´s deild karla.
 
 
Lárus mun á næstunni flytja til Malaví með unnustu sinni svo það er ljóst að Hvergerðingar eru á höttunum eftir nýjum manni í brúnna.
 
Mynd/ SLÓ