Dagana 21.-23. júní næstkomandi fara fram körfuboltabúðir Harðar Axels en þjálfarar við búðirnar verða Hörður Axel Vilhjálmsson, Arnar Guðjónsson, Ægir Þór Steinarsson og Daníel Guðni Guðmundsson.
 
Verð er kr. 8000,- en skráning og nánari upplýsingar fara fram á horduraxel@gmail.com en einnig er hópur á Facebook fyrir búðirnar sem nálgast má hér.
 
Búðirnar fara fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og eru í samstarfi við Gatorade og Vilhjálm Steinarsson hjá Faglegri fjarþjálfun.