Hefur þú áhuga á körfubolta og langar þig til að vinna við undirbúning og framkvæmd á landsleikjum Íslands í Evrópukeppninni í haust?
 
Ef svo er þá leitar KKÍ að hressum og áhugasömum sjálfboðaliðum á öllum aldri til hjálpa til og taka að sér ýmis störf í kringum komandi æfingaleiki gegn Dönum hér heima og tvo heimaleiki í Evrópkeppninni, bæði fyrir erlendu liðin sem og íslenska landsliðið.
 
Um er að ræða meðal annars:
– Aðstoð í kringum æfingar erlendra liða fyrir leiki
– Starfsmenn í öll almenn störf á leikjunum sjálfum, moppur, gæslu, uppsetningu umgjarðar leiks, starfsmenn í sjoppu og í aðstoð í miðasölu.
– Annað tilfallandi í kringum aðdraganda leikjanna til að mynda akstur og útréttingar
 
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að senda helstu upplýsingar eins og nafn, aldur, GSM og netfang á kki@kki.is en einnig er hægt að hafa samband á skrifstofuna í s. 514-4100 fyrir nánari upplýsingar.
 
Um er að ræða tvo leiki A-liðs karla og tvo leiki U22-ára liðs Íslands og Danmerkur (æfingaleikir) sem eru fimmtudag og föstudag 25. og 26. júlí og svo í framhaldinu leiki í undankeppni EuroBasket 2015 gegn Búlgaríu og Rúmeníu dagana 13. og 16. ágúst.
 
Hægt er að bjóða fram aðstoð í hluta eða heild, ekki þarf að taka skuldbinda sig á alla leikina, öll aðstoð vel þegin.
 
www.kki.is