JR Smith sem átti skýnandi tímabil með New York Knicks hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum og er komin á frjálsan markað frá NY Knicks.  Fáum kom þessi ákvörðun Smith á óvart þar sem hann ætti ekki að vera í vandræðum með að ná sér í samning sem færa honum meira en þær 2.9 milljónir dollara á næsta tímabili.  Ekki er þó ólíklegt að Knicks komi til með að bjóða honum nýjan samning og að kappinn verði áfram í Knicks þar sem hann er mikil góðvinur Carmelo Anthony og að auki er hann á “heimavelli” en kappinn sleit barnskóm sínum hinumegin við ánna eða í New Jersey og að sögn miðla líður vel í New York.
  
Nú þegar hafa lið eins og LA Lakers, Houston Rockets og Boston Celtics einnig verið nefnd sem vilja kvitta undir samning við kappann en sem gefur að skilja er þetta ansi stór biti sem var að detta á markaðinn.