Eftir síðasta leik CAI Zaragoza í gærkvöldi þá er það víst venja hjá leikmönnum að fara með æfingartreyjur og annað sem þeir hafa fengið yfir leiktíðina og gefa stuðningsmönnum. Jón var með ruslapoka fullan af “góssi” fyrir stuðningsmenn sína og hóf leik á því að henda einum bol uppí loftið. Eftir það þá varð uppi fótur og fit og Jón réð ekkert við neitt þar sem stuðningsmenn réðust á pokann og tæmdu hann á mettíma.  Eins og sjá má á myndbandinu þurfti öryggisvörður að skerast í leikinn svo mikil voru lætinn. Myndbandið segir allt sem segja þarf í þessu efni. En eftir þetta þá vildu allir fá annað hvort eiginhandaráritun eða þá mynd af sér með sínum vinsælasta manni. Myndin sýnir einn af hörðustu stuðningsmönnum Jóns í stúkunni í leiknum.