Staðan í úrslitaeinvígi Real Madrid og Barcelona er nú jöfn, 1-1. Barcelona jafnaði metin með 71-72 spennusigri á þriðjudagskvöld. Nú færist serían yfir til Börsunga þar sem næstu tveir leikir fara fram.www.acb.com/redaccion.php
Úrslitaserían hefur verið stál í stál eins og búast mátti við, Real Madrid vann fyrsta leikinn 76-72 en Börsungar unnu í fyrradag 71-72.
 
Þriðji leikur seríunnar er í kvöld og hefst kl. 22.00 að staðartíma sem gerir kl. 20.00 hér á frónni.
 
Hægt er að sjá samantekt úr leik tvö hér.
 
Fjórði leikurinn verður svo á sunnudagskvöld.
 
Mynd: Juan Carlos Navarro er búinn að leiða sitt lið í stigaskorun í fyrstu tveimur leikjunum.