Allen Iverson hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann hætti í NBA deildinni og nýjasta útspilið er að skila ekki börnunum sínum á réttum tíma sem leiddi til þess að fyrrverandi eiginkona hans sagði að hann hafi stolið börnunum þeirra fimm.
 
Dagar Iverson í NBA voru spennandi en á sama tíma vonbrigði þar sem honum tókst aldrei að afreka neitt meira en persónuleg met. Aldrei náði hann að sigra deildina en þrátt fyrir það er hann einn besti skot bakvörður sem sést hefur í deildinni.
 
Frá því að hann yfirgaf deildina hefur hann gert allt hvað hann getur til að láta sjá sig á stóra sviðinu en fram að þessu hefur það ávallt mistekist. Smávægilegar hindranir í leið hans að endurkomu hafa breyst í vegatálma, ef svo mætti að orði komast, og hafa hans persónulegu mál orðið til þess að endurkoma í deildina er í raun bara fjarlægur draumur.
 
Hér á eftir ætlum við að líta aðeins á þá hluti sem Iverson hefur verið að bralla eftir NBA deildina.
 
Drykkja, veðmál og skilnaður
 
Undir lok samnings í deildinni voru háværar raddir um að líf Allen Iverson væri gjörsamlega í molum, alveg sama í hvað átt var litið. Hann spilaði síðasta leikinn sinn fyrir 76ers 20. mars, 2010 og fljótlega eftir það voru hans persónulegu vandamál orðin vinsæl á bolum víðs vegar um heim.
 
Í grein sem gefin var út vestanhafs um málið og spannst út frá viðtali við Gary Moore, viðskiptastjóra Iverson, kom fram að ofan í vel umfjallað veðmálavesen Iverson og hans baráttu gegn því átti hann einnig við drykkjuvandamál að stríða og var að skilja við konuna.
 
 
Tyrklandsförin
 
Þrátt fyrir að það hafi verið súrt að sjá á eftir honum úr deildinni, þó svo hann hafi verið skugginn af sjálfum sér, fékk hann tilboð til að spila með Besiktas haustið 2010. Hann samdi til tveggja ára, fyrir fjórar milljónir dollara og hafði klausu í samningi að hann gæti slitið sig lausan ef hann hygðist reyna fyrir sér aftur í NBA.
 
Carmelo Anthony sagði frá því að það væri ekki fyrsti kostur Iverson að spila í Tyrklandi en hann fengi þó ennþá borgað fyrir að spila. Iverson náði að spila sjö leiki fyrir Besiktas í tyrknesku deildinni þar sem hann afrekaði 14.3 stig og gaf 4.7 stoðsendingar en þá byrjaði vesenið fyrir alvöru.
 
Fallið
 
Iverson snéri aftur til Bandaríkjanna eftir þessa sjö leiki til að fara í meðferð vegna kalsíum eitrunar í hægri kálfa. Dr. James Andrews sagði blaðamönnum að Iverson hafi reynt að spila í gegn um sársaukann sem eitrunin olli sem gerði það að verkum að eyðileggingin í fætinum varð enn meiri.
 
Meiðslin voru það mikil að hann gat ekki klárað tyrkneska tímabilið og þrátt fyrir að vera ekkert allt of hress að snúa aftur til Besiktas ákvað hann að mæta og spilaði með liðinu í Eurocup. Besiktas vann ekki nema tvo leiki þetta árið í þeirri keppni og komst ekki í 16 liða úrslit. Iverson var ekki með nema 9.3 stig að meðaltali í leik í keppninni.
 
Mögulega blankur
 
Venjulega þegar maður sér fyrrum leikmenn NBA deildarinnar reyna að snúa til baka, eða koma til baka, hugsar maður strax að gaurinn sé blankur og vilji fá feitan tékka til að halda uppi rausnarlegum lífstíl sínum.
 
Fyrir Iverson var það ekkert öðruvísi.
 
Það leit út fyrir að allir væru til í að tala um fjármálavandræði Iverson nema hann sjálfur þrátt fyrir að húsið hans hafi verið veðsett. Hann neitaði fyrir að það væri nokkuð vesen þrátt fyrir að vandræðin streymdu að honum úr öllum áttum.
 
 
Kærur annar hressleiki
 
Tyrkneska liðið ákvað eftir að Iverson snéri til baka að taka ekki þátt í frekari tilraunum hans til að hressa upp á leikinn hjá sér til að komast aftur í NBA og sagði upp samningnum við hann.
 
Enn ein hindrunin æddi að Iverson sem að hafði áhrif á ímynd hans þar sem hann var kærður fyrir bar slagsmál sem hann tók þátt í í Detroit 2009. Þrátt fyrir að málið hafði í raun verið fellt niður þá var það vitnisburður hans sem fór fyrir brjóstið á lögfræðingum ákæruvaldsins þegar hann sagði þeim bókstaflega að fara til fjandans.
 
Tilboð í D deildina
 
Tilraunin til að komast aftur í deildina var lögð til hliðar þegar hann fékk tilboð frá Texas Legends, hliðarlið Dallas Mavericks, til að spila í D deildinni. Iverson þakkaði pent fyrir sig og sagði að D deildin væri ekki það sem hann væri að leita að.
 
„Ég vil þakka Donnie og Dallas fyrir að hafa mig í huga og á meðan ég tel að D deildin sé flott tækifæri þá er það ekki fyrir mig. Ég geri mér fulla grein fyrir að gjörðir mínar séu valdur af því að ég yfirgaf deildina of snemma og gefi guð mér annað tækifæri mun ég gefa mig allan í þetta. Draumur minn er og hefur alltaf verið að klára feril minn í NBA.“
 
Hann var umdeildur fyrir að þiggja ekki þetta tækifæri og vinna sig þannig inn í NBA en kannski var það rétt hjá honum að hafna þessu sem sýndist á endanum ekki vera neitt annað en auglýsingarherferð fyrir D deildina.
 
Eftir að hafa horft á leikmenn á borð við Antoine Walker og Greg Ostertag reyna þetta þá var það ljóst að liðin í NBA voru á höttunum eftir reyndum leikmönnum og voru ekki að leita í D deildina til að kalla eftir leikmönnum þaðan.
 
Stakk af með krakkana
 
Það sem hefur stungið hvað mest síðustu þrjú ár eru fregnir af því að Iverson var sakaður um að hafa stolið börnunum sínum fimm. Hann fór með þau í frí til Charlotte í Norður Karólínu þann 22. maí síðastliðinn og sagði fyrrverandi konu sinni, Tawanna, þessar fréttir 26. maí. Ákveðið var að hann myndi hitta sína fyrrverandi 4. júní til að skila þeim til baka en Iverson lét aldrei sjá sig.
 
Fréttir bárust svo af því í gær að hann væri búinn að koma börnunum til móður þeirra. Hann neitar sök að hafa rænt börnunum og sagði að hann hafi aldrei fengið sanngjarna meðferð.