Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun leika með KR á næstu leiktíð og segir því skilið við Fjölni í Grafarvogi og fjarri því fyrsti leikmaðurinn til að gera slíkt þessi dægrin. Magni snýr því aftur í Vesturbæinn eftir 10 ára fjarveru!
 
 
Magni lék 11 leiki með Fjölni á síðustu leiktíð í Domino´s deild karla. Þar var hann með 12,2 stig, 6,9 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. 
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Magni í leik með Fjölni í DHL Höll þeirra KR-inga sem nú verður hans heimavígi á ný.