Hörður Axel Vilhjálmsson hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Mitteldeutcher BC um að losna frá félaginu. Hörður sem var einn af lykilmönnum liðsins í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili er því á förum en hann lék tvö tímabil með MBC en þar áður hafði hann leikið hér heima með Fjölni, Njarðvík og Keflavík.
 
Í frétt á heimasíðu MBC segir að brotthvarf Harðar sé áfall og bætir Martin Geissler framkvæmdastjóri klúbbsins við að þetta sé þeim sorgleg niðurstaða því félagið hefði gjarnan vilja vinna áfram með Herði.
 
Silvano Poropat þjálfari liðsins segir einnig í fréttinni að hann hafi verið gáttaður á ákvörðun leikmannsins en óskaði honum alls hins besta í framhaldinu.
 
  
Mynd/ jon@karfan.is – nonni@karfan.is