Það er ávallt mikið fjör þegar nýliðavalið er í NBA en þá byrja liðin að skiptast á leikmönnum. Boston og Brooklyn hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Brooklyn fái Kevin Garnett, Paul Pierce og Jason Terry í staðinn fyrir hálft liðið þeirra.
Það er búið að liggja lengi í loftinu að Boston mun senda eldri leikmenn liðsins í burtu og nú hefur Danny Ainge látið til skarar skríða. Boston fékk Kris Humpries, Gerald Wallace, Keith Bogans, Kris Joseph og þrjá valrétti í fyrstu umferð í framtíðinni eða árin 2014, 2016 og 2018.
 
Í fystu var talið að Garnett og Pierce færu til Clippers með Doc Rivers en NBA-deildin bannaði Boston og Clippers að gera fleiri skipti á þessu tímabili. Ástæðan er að það er bannað að skipta þjálfurum og leikmönnum og því myndu öll skipti frá Boston til Clippers vera álitin tengd þjálfaraskiptunum.
 
Byrjunalið Brooklyn verður ansi magnað á næsta ári en það mun innihalda Deron Williams, Joe Johnson, Paul Pierce, Kevin Garntt og Brook Lopez. Þarna er komið lið sem getur keppt við Miami.
 
Það er ljóst að Boston mun gera meiri usla á leikmannamarkaðnum en strax er byrjað að orða nýja leikmenn liðsins við brottför en uppbygging liðsins er hafin.
 
Þess má geta að engin skipti verða formlega staðfest af NBA fyrr en 11. júlí en þá hefst formlega nýtt fjárhagsár.
 
Mynd: Eftir 15 tímabil í Boston er Paul Pierce farinn.