Darrell Flake mun yfirgefa Þór í Þorlákshöfn og leika með Tindastól í 1. deild karla á næstu leiktíð en Vísir.is greindi frá þessu í gærkvöldi.
 
Í frétt Vísis segir:
 
Leikmaðurinn hefur verið á landinu í ellefu ár og leikið með fjöldann allan af félögum hér á landi.
 
Fyrst lék Flake með KR og eftir það var hann á mála hjá Skallagrími, Fjölni, Breiðabliki, Grindavík og nú síðast hjá Þór Þorlákshöfn.
 
Stólarnir féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og mun  Flake án efa styrkja lið Tindastóls mikið. Þeir ætla sér greinilega aftur í deild þeirra bestu á ný.
 
 
Mynd/ Hjalti Árna – Eins og sést á meðfylgjandi mynd er Flake ekki ókunnur Síkinu í Skagafirði.