Haldið var undirskriftarpartý í gær hjá meistaraflokki kvenna í Stjörnunni þar sem leikmenn skrifuðu undir samninga fyrir næsta tímabil. Tólf leikmenn skrifuðu undir samning og þar af voru tveir nýir leikmenn, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir og Eva María Emilsdóttir sem báðar koma úr Fjölni.
 
Eva og Heiðrún eiga eflaust eftir að styrkja lið Stjörnunnar myndarlega en fyrir er sterkur hópur leikmanna sem fór alla leið í úrslitin í 1. deildinni á síðasta tímabili.
 
Mynd/ Karl West