Njarðvíkingar veita árlega Elfarsbikarinn til efnilegasta leikmanns yngri flokka en bikarinn er gefinn til minningar um Elfar Þór Jónsson sem lék lengi vel með Njarðvík.  Meðal fyrri handhafa bikarsins má nefna frábæra leikmenn eins og Guðmund Jónsson, Pál Kristinsson og Loga Gunnarsson.

 

 

Í ár var það Maciej Baginski sem fékk bikarinn en hann hefur tekið skrefið inní meistaraflokk hjá félaginu með miklum sóma síðastliðin tvö ár og þótt mjög efnilegur á landsvísu.  Það er Jón Þór Elfarsson sem afhendir bikarinn en hann er ásamt Maciej á myndinni hér fyrir ofan.  

 

Fyrri bikarhafar eru:

2012 – Elvar Már Friðriksson

2011 – Ólafur Helgi Jónsson

2010 – Oddur Birnir Pétursson

2009 – Óli Ragnar Alexandersson

2008 – Dagmar Traustadóttir

2007 – Rúnar Ingi Erlingsson

2006 – Kristján Sigurðsson

2005 – Hjörtur Hrafn Einarsson

2004 – Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir

2003 – Guðmundur Jónsson

2002 – Jóhann Árni  Ólafsson

2001 – Ólafur Aron Ingvason

2000 – Þorbergur Þór Hreiðarsson

1999 – Óskar Örn Hauksson

1998 – Örlygur Aron Sturluson

1997 – Eva Stefánsdóttir

1996 – Logi Gunnarsson

1995 – Rannveig Randversdóttir

1994 – Páll Kristinsson

1993 – Hólmfríður Karlsdóttir

1992 – Sigurður Þór Kjartansson

1991 – Örvar Þór Kristjánsson

 

1990 – Ægir Örn Gunnarsson

Heimild : umfn.is 
Gisli@karfan.is