LA Clippers virðast hafa tryggt sér sinn næsta þjálfara en það er engin annar en Doc Rivers sem hefur verið við stjórvölin hjá Boston Celtics síðastliðin ár og færði þeim sinn 17. meistaratitil árið 2008.  Þar sem að Rivers er samningsbundin Boston næstu 3 árin koma Clippers til með að þurfa að greiða Celtics væna summu til að fá kappann yfir á vesturströndina. Liðin hafa samkvæmt miðlum vestra komist að samkomulagi en þar sem þetta eru nokkuð óvenjuleg viðskipti þá þarf David Stern að úða heilögu vatni yfir samningin áður en hann telst gildur. 
 
Frengir herma að Celtics munu fá fyrsta valrétt frá Clippers árið 2015 í skiptum fyrir Rivers. Rivers hefði fengið 21 milljón dollara næstu þrjú árin með Boston og því er von á að Clippers muni eitthvað hækka þá tölu í komandi samningsviðræðum við þjálfarann. 
 
Í viðræðunum kom til tals að senda Kevin Garnett með Rivers til Clippers fyrir DeAndre Jordan og Eric Bledsoe,  en heilagur David Stern sagði það af og frá að skipti á leikmönnum og þjálfurum mætti ekki blanda saman. 
 
Hinsvegar herma fregnir einnig að Garnett (37 ára)  gæti enn farið til Clippers í einhverjum skiptum og jafnvel hefur nafn Paul Pierce (36 ára)  komið upp í þessum efnum. 
 
Að öllum líkindum munu Boston Celtics vera í leit að nýjum þjálfara og hefur nafn Brian Shaw verið haldið hátt í þeim efnum á lofti. En hann skrifaði nýverið undir samning í Denver. Nafn Phil Jackson á eflaust eftir að koma upp í þessari umræðu ef heilsa hans leyfir en það yrði hvalreki ef af yrði í Boston.