Darri Hilmarsson hefur samið á nýjan leik við KR eftir þriggja ára fjarveru en hann lék síðustu tvö tímabil með Þór Þorlákshöfn. Darri fer því í svart og hvítt á nýjan leik.
 
Darri var einn af lykilmönnum Þórs þann tíma sem hann dvaldi í Icelandic Glacial höllinni og varð einnig Íslandsmeistari með KR árin 2007 og 2009. Darri er þriðji uppaldi KR-ingurinn sem snýr aftur heim en á undan honum voru þeir Matthías Orri og Ingvaldur Magni búnir að semja við félagið og ljóst að ræturnar eru sterkar.
 
Mynd/ KR Karfa á Facebook – Darri Hilmarsson í DHL Höllinni í dag.