Bergdís Ragnarsdóttir samdi í gær við KR í Domino´s deild kvenna og mun leika með silfurliðinu úr Vesturbænum á næstu leiktíð. Bergdís fer frá Fjölni í Grafarvogi yfir í Vesturbæinn en Fjölnir féll úr efstu deild kvenna að loknu síðasta tímabili.
 
Bergdís gerði 13,9 stig, tók 9,4 fráköst og gaf 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik með Fjölni á síðasta tímabili. KR-ingar máttu á dögunum sjá á eftir Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur í Hólminn en hafa nú bætt við sig Bergdísi sem er 21 árs gömul og jafnan í hlutverki framherja.
 
Mynd/ HE: Bergdís ásamt Yngva Gunnlaugssyni sem tók nýverið við liði KR.