Staðan í úrslitaeinvíginu á Spáni er aftur orðin jöfn og nú er 2-2 eftir 73-62 sigur Barcelona gegn Real Madrid í dag. Ante Tomic var með myndarlega tvennu í liði Barcelona með 18 stig og 11 fráköst.
 
Felipe Reyes var stigahæstur í liði Real Madrid með 10 stig og 6 fráköst. Sjálfur oddaleikurinn fer svo fram á heimavelli Real Madrid þann 19. júní næstkomandi.
 
Svipmyndir úr leiknum