skuli@karfan.is ræddi við José Abós þjálfara CAI Zaragoza nú í morgun þegar liðið kom saman á eldsnöggri æfingu fyrir þriðja leikinn gegn Real Madrid. Madrídingar unnu tvo fyrstu leiki seríunnar á sínum heimavelli en nú er spilað í Zaragoza og verður þetta fimmti leikur liðanna á tímabilinu, Madríd hafa unnið alla fjóra til þessa og sagði Abós að til þess að leggja Real Madrid að velli þyrftu Zaragoza að eiga sinn besta leik og Real Madrid að vera svolítið fjarri sínu besta.