Ingunn Embla er næsti andstæðingur okkar í liðnum 1 á 1 hér á Karfan.is. Þessi A-landsliðskona hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið bæði með meistaraflokki Keflavíkur, yngri flokkum félagsins, yngri landsliðum og nú síðast með því að vera valin í A-landslið Íslands. Þar lék hún á dögunum sína fyrstu A-landsleiki er hún tók þátt í smáþjóðaleikunum með kvennalandsliðinu sem landaði silfri á mótinu.