Kjartan Atli Kjartansson sagði að kollegi sinn Hallgrímur Brynjólfsson hefði verið með flott skipulag sem hefði virkað vel fyrir Hvergerðinga í kvöld er Hamarskonur tryggðu sér sæti í úrvalsdeild með sigri á Stjörnunni. Kjartan greindi frá því að hann væri aðeins með árssamning hjá kvennaliðinu en viðurkenndi þó að það gæti kitlað svolítið að verða fyrstur til að fara upp í úrvalsdeild með kvennalið Stjörnunnar svo það er aldrei að vita nema Kjartan verði áfram í brúnni á Stjörnuskútunni.
 
 
 
 
Mynd/ tomasz@karfan.is