Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza töpuðu í dag fyrir stórliði Real Madrid á heimavelli 75:84. Jón Arnór spilaði rúmlega 10 mínútur og skoraði á þeim 4 stig. Leikurinn var hníf jafn allt til fjórða fjórðungs þegar Real tókst loksins að hafa betur. Mirza Begic var stigahæstur Real Madrid með 18 stig.  Hér er hægt að skoða svipmyndir úr leiknum og jafnframt úr leik Hauk Helga og félaga í Manresa gegn Bilbao