Jón Arnór Stefánsson gerði tvö stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu þegar CAI Zaragoza lagði Fiatc Joventut 59-71 í ACB deildinni á Spáni í dag.
 
Þrátt fyrir sigurinn er Zaragoza enn í 7. sæti deildarinnar og nú með 15 sigra og 12 tapleiki eins og Herbalif Gran Canaria.
 
Haukur Helgi Pálsson og Manresa verða svo á ferðinni í kvöld þegar liðið mætir Estudiantes á útivelli.