Jón Arnór Stefánsson gerði 4 stig í dag þegar CAI Zaragoza hafði 69-53 heimasigur á Grand Canary í ACB deildinni á Spáni. Eftir sigurinn er Zaragoza í 5. sæti deildarinnar með 14 sigra og 10 tapleiki en kapparnir frá Kanarí í 7. sæti með 14 sigra og 10 tapleiki rétt eins og Zaragoza.
 
Þrjú lið eru með 14 sigra og 10 tapleiki í 5.-7. sæti og því liggur við að Zaragoza megi ekki við mörgum feilsporum til að hrökkva niður í töflunni og sigurinn í dag því afar mikilvægur.
 
Eins og áður segir var Jón Arnór með 4 stig en hann var ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni. Jón lék þó í rúmar 26 mínútur og var einnig með 4 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Haukur Helgi Pálsson verður svo á ferðinni í kvöld þegar lið hans Manresa tekur á móti Unicaja sem er í 11. sæti deildarinnar.
  
Staðan í ACB deildinni
Endesa League Standings 2012-13 Round 24 
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 24 23 1 2,162 1,814  
2   Caja Laboral 24 19 5 1,960 1,841  
3   Regal FC Barcelona 24 15 9 1,893 1,726  
4   Uxue Bilbao Basket 24 15 9 1,942 1,839  
5   CAI Zaragoza 24 14 10 1,825 1,707  
6   Valencia Basket 24 14 10 1,953 1,852  
7   Herbalife Gran Canaria 24 14 10 1,782 1,732  
8   Asefa Students 24 12 12 1,932 1,865  
9   Blusens Monbus 24 12 12 1,790 1,763  
10   Joventut FIATC 24 12 12 1,869 1,930  
11   Unicaja 23 11 12 1,669 1,694  
12   CB Murcia UCAM 24 10 14 1,851 1,973  
13   Cajasol 24 9 15 1,724 1,812  
14   CB Canarias 24 9 15 1,828 1,935  
15   Blancos de Rueda Valladolid 24 9 15 1,836 2,001  
16   Mad-Croc Fuenlabrada 24 7 17 1,779 1,947  
17   Lagun Aro GBC 24 6 18 1,735 1,918  
18   Manresa Bàsquet 23 4 19 1,774 1,955