Í kvöld hefst úrslitakeppnin í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Sundsvall Dragons hefja leik gegn 08 Stockholm og Norrköping Dolphins mæta Boras Basket.
 
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson urðu deildarmeistarar með Sundsvall fyrir skemmstu og hafa því heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni á meðan þeir eru á lífi. Leikur þeirra gegn 08 Stockholm hefst kl. 19:04 að sænskum tíma eða kl. 18:04 að íslenskum tíma.
 
Þá verður Pavel Ermolinskij í eldlínunni með Norrköping Dolphins en þeir taka á móti Boras Basket og hefur Norrköping heimaleikjaréttinn í þessari rimmu.