Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson og félagar í franska NM1 liðinu Angers BC 49 fengu botnliðið í heimsókn um helgina og unnu þar stórt 113-58. Með sigrinum er ekki öll nótt úti enn þar sem Angers geta enn nælt sér í sæti í úrslitakeppninni.
Logi var ekki í byrjunarliðinu en skoraði 29 stig í leiknum og gaf 4 stoðsendingar. Logi var heitur fyrir utan með 7 af 11 í þristum! Til þess að komast í úrslitakeppnina má Angers vart stíga feilspor hér eftir en næsti leikur liðsins er gegn La Rochelle á útivelli en þar leikur fyrrum leikmaður Keflavíkur, Jarryd Cole.
Staðan í NM1 deildinni
NM1 Standings | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|