Lokaumferðin í Domino´s deild kvenna fór fram í kvöld. Fyrir umferðina voru hlutirnir þegar ráðnir og ekki að miklu að keppa fyrir liðin. Í Keflavík dró til sögulegra tíðinda þegar Birna Valgarðsdóttir sló stigamet kvenna í deildarkeppni úrvalsdeildar. Birna skoraði 22 stig og hefur því skorað 5006 stig í íslensku deildarkeppninni og þar með hefur hún bætt met Önnu Maríu Sveinsdóttur fyrrum landsliðskonu og leikmanns Keflavíkur.
 
Úrslit kvöldsins
 
Keflavík 89-84 Fjölnir
Njarðvík 71-78 Valur
KR 68-75 Snæfell
Grindavík 109-55 Haukar
 
Mynd úr safni/ Birna Valgarðsdóttir, stigahæst íslenskra kvenna í deildarkeppni úrvalsdeildar frá upphafi.