Þá er það ljóst hvernig undanúrslitin í Domino´s deild karla verða skipuð en í kvöld unnu Snæfell og Stjarnan hörkuspennandi oddaleiki í 8-liða úrslitum karla.
 
Lokatölur í Stykkishólmi voru 84-82 Snæfell í vil en Stjarnan vann 82-77 í Garðabæ. Einvígin fóru því 2-1 fyrir Snæfell og Stjörnuna.
 
Undanúrslitin líta því svona út:
 
Grindavík-KR
Snæfell-Stjarnan
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Hólmarar fögnuðu vel og innilega á heimavelli í kvöld.