Úrslitakeppnin í Domino´s deild karla hófst í kvöld þar sem um tvo nokkuð stóra sigra var að ræða. KR-ingar skoruðu heil 121 stig í Þorlákshöfn og burstuðu Þórsara 83-121. Stjarnan lagði Keflavík svo 102-86 í Ásgarði en tölur þar voru nokkuð jafnari en í Þorlákshöfn en Garðbæingar voru umtalsvert sterkari í síðari hálfleik.
 
Úrslit kvöldsins
 
Þór Þorlákshöfn 83-121 KR
Stjarnan 102-86 Keflavík
 
Þór Þ.-KR 83-121 (17-30, 17-31, 23-29, 26-31)
 
Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 21, Guðmundur Jónsson 16, David Bernard Jackson 14/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 11, Grétar Ingi Erlendsson 9/9 fráköst, Darrell Flake 7/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2, Erlendur Ágúst Stefánsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 1, Emil Karel Einarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0.
 
KR: Martin Hermannsson 33/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 21, Brandon Richardson 16/7 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Darshawn McClellan 16, Brynjar Þór Björnsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 8/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 8, Jón Orri Kristjánsson 6, Emil Þór Jóhannsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.
 
 
Stjarnan-Keflavík 102-86 (21-30, 33-20, 25-17, 23-19)
 
 
Stjarnan: Jarrid Frye 25/13 fráköst, Jovan Zdravevski 24/4 fráköst, Justin Shouse 19/10 stoðsendingar, Brian Mills 18/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 10, Dagur Kár Jónsson 3, Fannar Freyr Helgason 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 1, Daði Lár Jónsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.
 
Keflavík: Michael Craion 23/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/4 fráköst, Billy Baptist 10/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Andri Daníelsson 0.
 
Mynd/ tomasz@karfan.is – Stjörnumenn fögnuðu vel í leikslok en þeir voru við stýrið í Ásgarði í síðari hálfleik eftir jafnan og fjörugan fyrri hálfleik.