Viðureign KR og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna var að ljúka þar sem KR konur fóru með 93-88 spennusigur af hólmi eftir framlengdan leik í DHL Höllinni.
 
Shannon McCallum var með risavaxna tvennu í liði KR í kvöld, 38 stig og 12 fráköst. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir með 26 stig og 8 fráköst.
 
Tapið hefur ekki áhrif á stöðu Keflavíkur á toppi deildarinnar en KR-ingar söxuðu forskot Snæfells niður í tvö stig, Snæfell í 2. sæti og KR í 3. sæti.
 
KR-Keflavík 93-88 (21-28, 15-16, 26-11, 15-22, 16-11)
 
 
KR: Shannon McCallum 38/12 fráköst/5 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 17/15 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 8/6 fráköst/6 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0.
 
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 26/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 24/9 fráköst, Jessica Ann Jenkins 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 11/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 6/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.