Hvergerðingar unnu í kvöld spennusigur á Val í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í 1. deild karla en framlengja þurfti leik liðanna. Lokatölur voru 78-81 Hamri í vil. Lokaumferðin í deildinni verður því æsispennandi og ljóst að ekki ræðst fyrr en þá hvaða lið vinnur deildina. Tvö lið koma til greina en það eru Haukar og Valur sem eiga kost á því að vinna deildina.
 
Valur-Hamar 78-81 (19-21, 11-13, 18-13, 18-19, 12-15)
 
Valur: Rúnar Ingi Erlingsson 28/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Gylfason 16/4 fráköst, Benedikt Blöndal 10, Birgir Björn Pétursson 10/13 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 4, Benedikt Skúlason 2, Þorgrímur Guðni Björnsson 2/7 fráköst, Hjálmar Örn Hannesson 0, Bergur Ástráðsson 0, Jens Guðmundsson 0, Sigurður Skúli Sigurgeirsson 0.
 
Hamar: Örn Sigurðarson 28/14 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 18/20 fráköst/6 varin skot, Jerry Lewis Hollis 15/10 fráköst, Lárus Jónsson 10, Oddur Ólafsson 8/4 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 2, Skafti Þorvaldsson 0, Eyþór Heimisson 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Hallgrímur Brynjólfsson 0, Bjartmar Halldórsson 0, Páll Bárðarson 0.