Stundum þegar maður flettir í gegnum gömlu myndirnar í geisladiskahrúgunum á skrifborðinu þá stökkva fram margar góðar myndir og meðfylgjandi þessari frétt er ein slík. Þetta er liðsmynd af bikarmeisturum Hamars/Þórs Þorlákshafnar frá árinu 2010. Þarna kennir ýmissa grasa og kátir þjálfarar á myndinni eru þeir Daði Steinn Arnarsson og Ágúst Sigurður Björgvinsson.
 
Þarna gefur einnig að líta Ragnar Natahanelsson, Baldur Þór Ragnarsson, Ara Gylfason og á bak við myndina af Peter Öqvist er Oddur Ólafsson. Þetta 2010 lið Hamars/Þórs var skipað eintómum snillingum. Hvernig það æxlaðist að við vorum að brigsla við þessa gömlu mynd er önnur saga en okkur rak í rogastans þegar við allt í einu og skyndilega sáum landsliðsþjálfara Íslands nr. 8 á myndinni!
 
Ef þetta er ekki Peter Öqvist þá eru augun okkar að svíkja. Reyndar heitir þessi ágæti maður Baldur Valgeirsson og er fæddur og uppalinn Hvergerðingur. Hann og Öqvist hljót einfaldlega að vera eitthvað skildir!