Skallagrímskonur í 1. deild kvenna lögðu Breiðablik á sunnudag 56-47. Sigurinn tileinkuðu þær Rósu Jósefsdóttur sem nýlega lést eftir erfið veikindi en hún hefur verið dyggur stuðningsmaður Skallagrímsstúlkna og móðir systrana Bobbu og Sibbu sem eru máttarstólpar í liði Skallagrímskvenna segir á heimasíðu félagsins.
 
Á heimasíðu Skallagríms segir ennfremur:
 
Bæði lið byrjuðu af miklum krafti og var staðan 17 – 16 fyrir heimastúlkur eftir fyrsta leikhluta. Sama barátta var uppi á teningnum í öðrum leikhluta en bæði lið bættu þó varnirnar en staðan var 35 – 28 Skallagrím í vil í hálfleik. Þriðji leikhluti einkenndist af góðri vörn og fremur dapri sókn á báða bóga en þó voru Blikastúlkur sterkari og jöfnuðu leikinn 41-41 áður en lokafjórðungurinn byrjaði.

Í fjórða leikhluta skelltu svo Skallagrímsstelpur í lás í vörnini og unnu leikhlutan 15 – 6 og lokatölur voru 56 – 47. Aðspurður sagði Finnur þjálfari Skallagrímskvenna að það sem skóp sigurinn var að stelpurnar hafi peppað sig saman upp fyrir leik og þær hafi viljað vinna leikinn fyrir þær systur Bobbu og Sibbu sem ekki voru með í dag. “Við tileinkum systrunum þennan sigur og hugsum til þeirra með hlýju á þessum erfiðu tímum”.

Stigahæstar í liði heimastúlkna voru Aníta Eva Viðarsdóttir .19 stig, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 12, Íris Gunn 11, Þórdís Sif Arnarsdóttir 8 og Þórkatla 6. Hjá gestunum voru það Aníta 13, Birna 11, Sæunn 6, Alexandra 6 og aðrar minna.
 
Skallagrímskonur létu ekki þar við sitja því í gær lögðu þær Laugdæli örugglega á Laugarvatni 23-79.
 
Staðan í 1. deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Hamar 13/1 26
2. Stjarnan 10/2 20
3. KFÍ 9/2 18
4. Fjölnir b 7/7 14
5. Skallagrímur 7/7 14
6. Breiðablik 6/8 12
7. Þór Ak. 3/9 6
8. Grindavík b 2/8 4
9. Laugdælir 0/13 0