Hér að neðan fer bein textalýsing úr viðureign Skallagríms og Þórs úr Þorlákshöfn í lokaumferð Domino´s deildar karla. Hlutskipti liðanna í deildinni eru ólík þessa stundina, heimamenn í Borgarnesi geta eftir kvöldið endað í 8. eða 9. sæti deildarinnar. Eitt er víst að sæti nýliða Skallagríms í úrvalsdeild er öruggt! Þórsarar hafa að ýmsu að keppa, fyrir umferðina í kvöld eru þeir í 2. sæti deildarinnar en geta endað í 2. 3. eða 4. sæti. 
 
4. leikhluti
 
– Leik lokið – lokatölur 96-109 fyrir Þór
 
– 58 sekúndur eftir og Guðmundur Jónsson á vítalínunni og kemur Þórsurum í 94-105.
 
– Og þar með er björninn unninn 86-99 þar sem Guðmundur Jónsson var að setja þrist og tvær mínútur til leiksloka, Borgnesingar eiga ekki afturkvæmt úr þessu með þá Ben Smith og Guðmund Jónsson í hörku gír.
 
– 84-96 Ben Smit með þrist fyrir Þór og kominn í 23 stig og Borgnesingar taka leikhlé. 2.52mín til leiksloka.
 
– 82-93 David Jakcson með þrist fyrir Þór í vinstra horninu og þessi var stór, verður erfitt fyrir heimamenn að nálgast Þórsara úr þessu sem hafa jafnan verið við stýrið í leiknum.
 
– 82-90 og heimamenn með þrist…þeir láta ekki stinga sig af! 4.30mín eftir af leiknum.
 
– 79-88 Þór setti bæði vítin og fá boltann aftur…heimamenn brjóta á Jackson sem heldur á línuna.
 
– Hér er verið að flauta tæknivíti á Pálma þjálfara Skallagríms og í sömu andrá fýkur inn á völlinn lítil plastflaska…ekki ráðlegt fyrir fólk að gera það að leik sínum að grýta lausamunum inn á leikvöllinn. 
 
– 79-84 Medlock með lífsnauðsynlegan þrist fyrir Skallagrím en heimamenn brjóta strax af sér í vörninni og Þórsarar eru komnir með skotrétt. Ben Smit fer beint á línuna og breytir stöðunni í 79-86.
 
– 76-84 og 6.34mín eftir af fjórða leikhluta. Þórsarar á góðu skriði núna og hafa gert 7 stig í röð!
 
– 76-80 Guðmunur Jónsson með Þórsþrist og Guðmundur kominn í 20 stig.
 
– 76-77 Páll Axel minnkar muninn í eitt stig með einu víti. 7.50mín eftir af fjórða leikhluta og spennan í hámarki!
 
– 72-75 og heimamenn gera fyrstu stig fjórða leikhluta…þetta verður magnaður lokasprettur en þessi leikur í Fjósinu hefur verið frábær skemmtun fyrstu 30 mínúturnar.
 
– Fjórði leikhluti er hafinn 
 
(Ben Smith leiddi Þórsara áfram í þriðja leikhluta)
 
3. leikhluti 
 
– 70-75 og þriðja leikhluta lokið! Þór átti lokaorðið í leikhlutanum…Guðmundur Jónsson tók þriggja stiga skot sem vildi ekki niður en Emil Karel kom aðvífandi, reif í sig frákastið og skoraði að auki. 
 
– Trausti Eiríksson að hala inn sóknarvillu á Þórsara.
 
– 68-73 og Ben Smith kominn í 20 stig hjá Þór og hefur verið þeirra beittasti maður hér í þriðja leikhluta. 
 
– 62-69 Ben Smith kemur svellkaldur úr lékhléinu og setur þrist fyrir Þór. 
 
– 62-66 og gestirnir taka leikhlé, góð barátta í Borgnesingum þessar mínúturnar og 7-0 ,,run” í gangi hjá Borgarnesi þegar Þór fer inn í leikhléið sitt.
 
– Medlock sömuleiði að fá sína þriðju villu í liði Skallagríms svo þessar rakettur Medlock og Ben Smith verða að hafa sig hæga hér eftir.
 
– 58-66 og 3.41mín eftir af þriðja…Ben Smith að fá sína þriðju villu í liði Þórs.
 
– Davíð Ásgeirsson að blokka Gumma Jóns upp í stúku…ekki í þessu húsi Guðmundur voru skilaboðin og heimamenn létu kné fylgja kviði með fagnaðarlátum við tilþrifin.
 
– 55-66 og 11 stiga munur, 5.06 mín eftir af þriðja þegar heimamenn taka leikhlé, gestirnir komnir á gott skrið.
 
– Munurinn var kominn í 10 stig en Medlock kom þá með gulan þrist og nú gerast hlutirnir hratt…við dettum í 100 stigin ef þetta heldur áfram með þessu móti. Um 15 mínútur til leiksloka og hér hefur verið leikið nokkuð fast og hratt svo menn eru farnir að blása. 
 
– 52-60 og 6.08mín eftir af þriðja leikhluta. Vörn gestanna orðin aðeins beittari en í fyrri hálfleik og Borgnesingar sem fyrr í basli með að prjóna sig upp að körfu Þórs.
 
– 50-58 Guðmundur með fimm stig í röð fyrir Þór.
 
– 50-56 Guðmundur Jónsson með stóran þrist fyrir Þór og kominn með 15 stig kappinn. Gestirnir eru við stýrið hér í upphafi síðari hálfleiks en heimamenn aldrei langt undan.
 
– 48-53 og David Jackson með sóknarfrákast og skorar. Borgnesingar eru að reyna og hafa verið að reyna að skrúfa upp hitann í kringum Ben Smith og það tekist bærilega. 
 
– Síðari hálfleikur er hafinn og staðan er 46-51 fyrir Þór sem gerðu fyrstu körfu síðari hálfleiks.
 
(Páll Axel Vilbergsson er með 16 stig og 3 fráköst hjá Skallagrím í hálfleik)
 
Skallagrímur 46-49 Þór Þorlákshöfn
Hálfleikur
 
Skotnýting liðanna í hálfleik
Skallagrímur: Tveggja 68% – þriggja 33,3% og víti 75% (Páll Axel tók öll fjögur víti Skallanna í fyrri hálfleik)
Þór Þorlákshöfn: Tveggja 62,9% – þriggja 28,5% og víti 75%
 
2. leikhluti
 
– 46-49 Emil Karel Einarsson með tvö víti sem hann nældi í af harðfylgi, náði sóknarfrákasti og plataði varnarmann Skallagríms upp í loftið sem braut á Emil og fékk hann tvö skot fyrir vikið. Stuðningsmenn Skallagríms ekki sáttir við dómara leiksins að gefa þessa villu en Þór með sterkan endasprett á fyrri hálfleik og leiða 46-49 í leikhléi. Þór breytti stöðunni úr 41-34 í 46-49 og tóku þar með 5-15.
 
– 45-45 Ben Smith jafnar, Þór setti aðeins annað vítið, fengu boltann aftur og Ben skoraði úr stökkskoti í teignum. Mögnuðum fyrri hálfleik hér í Fjósinu að ljúka.
 
– 1.05mín til hálfleik og Medlock að fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að toga í búninginn hjá Grétari Inga Erlendssyni. Gestirnir halda á línuna í stöðunni 45-42 og fá svo boltann aftur við miðlínu.
 
– 41-38 Ben Smith með 2 víti fyrir Þór og gestirnir með 4-0 sprett í gangi.
 
– 41-34 Páll Axel með stökkskot í teignum, hann má vart fá boltann því þá er hann líklegur. Þórsarar ráða illa við hann enda kappinn í góðum gír í kvöld og kominn með 15 stig.
 
– Rúmar 15mín liðnar af leiknum og Þórsarar að fá aðeins sína fjórðu villu í leiknum, Þorlákshafnarmenn hafa oft ofið varnarleik sinn þéttar en þeir eru að gera í kvöld. Staðan 37-34 fyrir Skallagrím. 
 
– 35-32 Grétar Ingi með góða körfu í teignum fyrir Þór og brotið á honum…brennir svo af vítinu.
 
– 33-28 Trausti Eiríksson með þrist fyrir Skallana um leið og skotklukkan rann út, mikill völlur á heimamönnum þessar mínúturnar og skotin vilja niður. Þórsarar gera þó vel í að halda þeim fjarri teignum.
 
 - 28-28…hér er jafnt á öllum tölum og Ben Smith orðinn nokkuð argur því það er tekið fast á kappanum. Ekki laust við að hitna sé farið verulega í kolunum. 
 
– 26-26 og Páll Axel jafnar fyrir Skallagrím með langdrægum þrist…Páll kominn með 11 stig í liði Skallagríms.
 
Annar leikhluti er hafinn…staðan er 23-24 en þannig lauk fyrsta leikhluta.
 
Darrell Flake á kunnuglegum stað, á blokkinni!
 
1. leikhluti (23-24)
 
– Fyrsta leikhluta lokið og staðan 23-24 fyrir gestina úr Þorlákshöfn.
 
– 21-22 og mínúta eftir af fyrsta, menn eru að selja sig dýrt hérna og nokkuð mikið skorað og von á því að þjálfarar liðanna stoppi í götin í vörninni strax í öðrum leikhluta.
 
– 19-17 Medlock með stóran þrist fyrir Borgnesinga og kemur þeim yfir í fyrsta sinn í leiknum og 2.30 eftir af fyrsta leikhluta. Medlock kominn með 9 af 19 stigum Skallagríms til þessa.
 
– Hér varð smá bylta, Davíð Ásgeirsson og Ben Smith tóku flugið, Davíð búinn að hamast vel í honum þessar fyrstu sjö mínúturnar í leikhlutanum.
 
– 14-15 og 4.20 mín eftir af fyrsta. Byrjar vel leikurinn, hér er leikið hratt og mögnuð stemmning í húsinu.
 
– 8-9 og 6.00mín eftir af fyrsta, Páll Axel með laglega hreyfingu á blokkinni, Borgnesingar fljótir að finna hann í teignum með Ben Smith á sér en um 20cm skilja þá félaga að í hæð.
 
– 4-7 og heimamenn í Fjósinu styðja dyggilega við bakið á sínum mönnum, vel tekið á því á pöllunum.
 
– 2-7 Ben Smith með þrist fyrir gestina…
 
– 2-4 og Medlock gerir fyrstu stig heimamanna.
 
– 0-2 Guðmundur Jónsson gerir fyrstu stig leiksins með stökkskoti við endalínuna. 
 
Leikur hafinn…
 
Byrjunarliðin: 
Skallagrímur: Carlos Medlock, Sigmar Egilsson, Páll Axel Vilbergsson, Davíð Ásgeirsson og Hörður Helgi Hreiðarsson.
Þór Þorlákshöfn: Ben Curtis Smith, Þorsteinn Ragnarsson, Guðmundur Jónsson, Darrell Flake og David Jackson.
 
 
– Jú…Benedikt er mættur í svörtu Miami Heat hettupeysunni…
 
– Verður fróðlegt að fylgjast með Darrell Flake í kvöld en hann gerði hér garðinn áður frægan með Skallagrím og fór m.a. í úrslit með þeim þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Njarðvíkingum árið 2006. Flake þekkir hér hverja fjöl í Fjósinu og á vafalítið eftir að láta til sín taka í kringum körfuna eins og hann á kapp til.
 
– Við eigum enn eftir að koma auga á Benna Gumm þjálfara Þórs…jafnan mikil spenna að sjá í hvaða hettupeysu hann mætir á leikina. Það ræðst eftir örfáar mínútur.
 
– Dómarar kvöldsins eru þeir Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kr. Hreiðarsson og Aðalsteinn Hrafnkelsson.
 
– Það verða einhver læti hérna í kvöld, Páll Axel Vilbergsson var enda við að troða í upphitun, gamli kemst enn þarna upp!
 
– Nú er rúmt korter í leik og menn að gera sig klára í slaginn. Skallagrímur og Þór Þorlákshöfn hafa aðeins einu sinni mæst áður í Borgarnesi í deildarkeppni efstu deildar en það var árið 2007 og þá hafði Skallagrímur sigur 103-93. Þórsarar gætu því ritað enn einn ferskan kafla í sögubækurnar sínar með því að ná í sigur í Fjósinu í kvöld.