Landsliðsmenn Íslands verða nokkrir í eldlínunni í kvöld, í Svíþjóð heldur úrslitakeppnin áfram þar sem Sundsvall og Norrköping hafa byrjað vel.
 
Sundsvall Dragons mæta í höfuðstaðinn í kvöld og leika gegn 08 Stockholm en Sundsvall leiðir einvígið 1-0. Pavel Ermolinskij og Norrköping Dolphins verða einnig á útivelli í kvöld er þeir mæta Boras Basket, Norrköping leiðir einnig 1-0 í sínu einvígi.
 
Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:04 að sænskum tíma eða kl. 18:04 að íslenskum tíma.