Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson verða í eldlínunni í ACB deildinni á Spáni í dag. Risaslagur hjá Jóni og Zaragoza þegar stórlið Real Madrid og topplið deildarinnar mætir í heimsókn. Manresa tekur svo á móti Bilbao.
 
Viðureign Manresa og Bilbao hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma en viðureign Zaragoza og Real Madrid kl. 11:40 að íslenskum tíma.
 
Real Madrid hefur unnið 23 leiki og aðeins tapað 2 í deildinni þetta tímabilið og sitja á toppnum. Zaragoza er í 7. sæti deildarinnar með 14 sigra og 11 tapleiki og þeirra bíður því ærinn starfi á heimavelli í dag. Manresa er sem fyrr á botni deildarinnar en Haukur og félagar hafa aðeins unnið fjóra leiki og tapað 21.
 
Staðan á Spáni
Endesa League Standings 2012-13 Round 26 
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 25 23 2 2,245 1,910  
2   Caja Laboral 26 20 6 2,127 2,010  
3   Regal FC Barcelona 26 17 9 2,073 1,879  
4   Uxue Bilbao Basket 25 16 9 2,030 1,918  
5   Valencia Basket 26 16 10 2,101 1,982  
6   Herbalife Gran Canaria 26 15 11 1,904 1,849  
7   CAI Zaragoza 25 14 11 1,906 1,796  
8   Joventut FIATC 25 13 12 1,958 2,009  
9   Unicaja 25 13 12 1,818 1,821  
10   Asefa Students 25 12 13 2,011 1,953  
11   Blusens Monbus 25 12 13 1,864 1,843  
12   CB Canarias 25 10 15 1,924 2,018  
13   CB Murcia UCAM 25 10 15 1,929 2,059  
14   Blancos de Rueda Valladolid 26 10 16 1,996 2,158  
15   Cajasol 26 9 17 1,845 1,969  
16   Mad-Croc Fuenlabrada 26 8 18 1,927 2,090  
17   Lagun Aro GBC 26 7 19 1,901 2,084  
18   Manresa Bàsquet 25 4 21 1,910 2,121
 
Mynd/ Jón Arnór Stefánsson og liðsmenn Zaragoza eiga stórleik fyrir höndum í dag.