Í kvöld kl. 20:00 verður Stöð 2 Sport með þátt um úrslitakeppni Domino´s deildar karla í opinni dagskrá. Rætt verður við alla þjálfara og farið yfir viðureignirnar í keppninni.
 
 
Úrslitakeppnin hefst á fimmtudag en Stöð 2 Sport hefur jafnan farið mikinn í umfjöllun sinni og þá einkum og sér í lagi með beinu útsendingunum sínum frá úrslitakeppninni.