TIm Duncan leiddi sitt lið með 28 stig í nótt gegn Dallas Mavericks á heimavelli SA Spurs í 92:91 sigri.  Gamli háloftafuglin Vince Carter átti síðasta orðið í leiknum en þristur hans var illa valin , skotið erfitt og rataði ekki rétta leið. Usual suspects hjá Dallas í stigaskorun þar sem þjóðverjinn Dirk Nowitski setti niður 21 stig en aðrir voru með minna.  SA Spurs eru hinsvegar að spjara sig ágætlega án Tony Parker sem er meiddur. 
 
Í hinum leik næturinnar voru það Portland Trail Blazers sem unnu nokkuð óvæntan en þó um leið stóran sigur á NY Knicks. 105:90 lokastaðan í þeim leik en Knicks spiluðu án Carmelo Anthony (Hné) og einnig Tyson Chandler (Hné)  og ofaní það var Amare Stoudamire einnig ekki með. Blazer-arnir nýttu sér þetta til fulls og þá helst Damian Lilliard sem setti niður 28 stig.