Þór tók á móti Snæfell í toppbaráttuslag í úrvalsdeild karla í kvöld. Annað sætið var í húfi og máttu búast við hörku leik. Enginn varð fyrir vonbrigðum sem lagði leið sína í höllina. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið að gera nokkur mistök en svo hrukku Snæfellingar í gang og komust 9 stigum yfir í stöðunni 5-14 þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tóku heimamenn við sér og náðu að jafna leikinn 14-14 og 3 mínútur eftir. Bæði lið að spila fína vörn. Staðan eftir 1. leikhluta var 18-22 gestunum úr Hólminum í vil. Siggi Þorvalds var mjög sterkur hjá Gestunum með 8 stig en Gummi Jóns sem var frábær í þessum leik var með 7 stig.
 
Heimamenn komu sterkir til leiks í 2. leikhluta með flotta vörn í farteskinu og náðu að halda vel aftur að sóknartilburðum gestanna sem skoruðu ekki fyrr en þrjár mínútur voru liðnar. Þórsara voru sterkir sóknarlega í þessum leikhluta og náðu ágætis forskoti en gestirnir komu þó alltaf til baka. Staðan í hálfleik 45-41 heimamönnum í vil og unnu leikhlutann 27-19.
Mikið var skorað í byrjun seinni hálfleiks en jafnræði var með liðunum framan af. Þegar um tvær og hálf mínúta var liðin skelltu gestirnir í lás í vörninni og komu með 0-9 run á tveggja mínútna kafla. Heimamenn rifu sig af stað aftur og náðu að jafna leikinn í stöðunni 59-59. Gummi setti svo þrist og kom heimamönnum þrem stigum yfir. Jafnræði var svo með liðunum restina að leikhlutanum. Staðan eftir þrjá leikhluta 67-70 gestunum í vil.
 
Þórsarar sýndu það í byrjun fjórða leikhluta að þeir ætluðu sér að vinna þennan leik og skoruðu fyrstu 9 stigin. Flott stemning var komin í húsið á þessum tíma. Gestirnir komu svo sterkir til baka en voru samt alltaf skrefinu á eftir. Þegar um tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum kom góð rispa hjá Þórsurum og náði þeir átta stiga forskoti þegar ein og hálf mínúta var eftir og sigurinn nánast í höfn. Gestirnir neituðu þó að gefast upp og komu tveir góðir þristar, annar frá Jay og hinn frá Hafþóri. Þegar þarna var komið við sögu voru menn farnir að deila sprengitöflum í stúkunni.
 
Það er skemmst frá því að segja að heimamenn lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðin eru jöfn að stigum fyrir loka umferðina en Þór er með betri stöðu í innbyrðis viðreignum liðanna, þar sem Þór vann báða leikina í deildinni.
 
Þór fer í Borgarnes og heimsækir Skallagrím í loka umferðinni. Þór þarf á sigri að halda til að halda öðru sætinu í deildinni. Snæfell tekur hins vegar á móti Njarðvík í Hólminum.
Atkvæðamestir hjá Þór. Gummi Jóns var með stór leik í kvöld með 28 stig/ 7 fráköst / 3 stoðsendingar. Ben Smith 24/8/8, David Jackson 19/4/2, Darrell Flake 10/6 , Grétar 8/4 , Þorsteinn 4/3, Emil 2/3
 
Atkvæðamestir hjá Snefell. Ryan Amaroso 28 stig/ 21 frákast , Jay Threatt 21/7/8, Siggi Þorvalds 14/4, Jón Ólafur 9/3, Pálmi 8/3/3, Hafþór 8/2/2 , Stefán Karel 2 stig. Ólafur 1 stig.
 
 
HH