Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, ætlar að skella sér í framboð í komandi alþingiskosningum. Hann mun bjóða sig fram fyrir nýjan flokk Bjartrar Framtíðar og mun kappinn skipa 12. sæti listans í Suðvestur kjördæmi. Eins vel og Sport.is veit er þetta frumraun KáJoð, eins og hann er vel þekktur, í stjórnmálum. Sport.is greinir frá.
 
Kjartan Atli er fæddur árið 1984 og var þjálfari FSu í fyrra í körfuknattleik. Hann sneri aftur heim, í heimahagan, í sumar og leikur með bikarmeisturum Stjörnunnar. Þess má til gamans geta að Guðmundur Steingrímsson leiðir flokkinn í Suðvesturkjördæmi.