Helena Sverrisdóttir og Good Angels Kosice unnu í kvöld sögulegan sigur í átta liða lokaúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðið lagði Galatasaray 71-65 eftir að hafa verið með 30 stiga forskot í hálfleik! Sigurinn var sá fyrsti í sögu félagsins í átta liða lokaúrslitum keppninnar.
 
Helena lék í 12 mínútur í leiknum og skoraði tvö stig, hún setti niður eina teigskotið sitt og brenndi af einum þristi. Stigahæst í liði Good Angels var Plenette Pierson með 15 stig.
 
Það er álag á liðunum á mótinu í Ekaterinburg en Good Angels verða aftur á ferðinni á morgun þegar þær mæta heimakonum í UMMC Ekaterinburg og á miðvikudag er leikur gegn CCC Polkowice.