Snæfellingurinn Ryan Amoroso er Gatorade leikmaður sautjándu umferðar í úrvalsdeild karla eftir frammistöðu sína með Snæfell gegn Fjölni. Amoroso setti þá niður 25 stig í leiknum, tók 17 fráköst og stal 3 boltum og fékk fyrir vikið 36 framlagsstig.
 
 
Amoroso hefur komið sterkur inn í lið Snæfells í vetur með 20,4 stig og 14,2 fráköst að meðaltali í leik þá fimm leiki sem hann hefur spilað þessa vertíðina.