Eins og öllum er kunnugt hefst úrslitakeppnin í Domino´s deild karla í kvöld. Keflvíkingar ætla að koma saman í Toyota-höllinni en þaðan verður rútuferð í Ásgarð.
 
Munu stuðningsmenn liðsins hittast í Toyotahöllinni kl. 17.00 í dag (VIP herbergi) og verður farið af stað um kl. 18.00 í Garðabæ.
 
Þeir sem hafa áhuga á að fara með rútunni eru beðnir um að melda sig á stuðningsmannasíðu Keflavíkur á Facebook en aðeins 1000 kr. kostar í ferðina.
 
Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og hafa í huga orð Gunnars “Gullbarka” Stefánssonar og Rúnars Júlíussonar hér um árið er þeir félagar sungu “Er liðið fer á völlinn þá fyllist jafnan höllin – við þekkjum öll þá staðreynd að trúin flytur fjöllin”.