Dennis Rodman hefur marga fjöruna sopið og er vanur að gera hluti sem aðrir endilega gera ekki. Nýjasta „stuntið“ sem hann hefur komið upp með er að vingast við einræðisherrann Kim Jong-un en í útvarpsviðtali vestanhafs staðfestir Rodman að hann og Jong-un komi til með að vera vinir til æviloka. Þetta kemur fram á dv.is.
 
Rodman skellti sér í ferð til Norður-Kóreu og eyddi tíma með einræðisherranum þar sem þeir fóru til að mynda saman á körfuboltaleik. Rodman hefur einnig í hyggju að eyða sumarfríinu sínu með Kim en ekki kemur fram hvað þeir ætla að gera sér til dundurs.