Í kvöld hófst úrslitakeppnin hjá Helenu Sverrisdóttur og Good Angels í Slóvakíu. Liðið er nýkomið heim frá Rússlandi þar sem það hafnaði í 4. sæti meistaradeildarinnar. Í kvöld hófst svo úrslitakeppnin hjá þeim og leikur strax aftur snemma á morgun.
 
 
Good Angels mæta SBS Ostrava í fyrstu umferðinni og fór leikur kvöldsins 118-51 Good Angels í vil. Eins og var vitað eru Good Angels langsterkasta liðið í sínu heimalandi og þykir nokkuð víst að þær muni fljúga í gegnum þessa úrslitakeppni.
 
Á heimasíðu Good Angels eru aðeins taldir upp stigahæstu leikmenn leiksins og var Helena ekki á meðal þeirra. Good Angels og Ostrava fá ekki mikla hvíld því kl. 10:30 að staðartíma eða kl. 11.30 að íslenskum tíma.