Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur er hvergi nærri hættur að binda mál sitt því nú hefur önnur staka borist frá kappanum sem er gallharður stuðningsmaður Tindastóls. Einhverjir muna eftir því að séra Hjálmar sendi inn kvæði eftir frækinn sigur Stólanna á Snæfell í síðustu umferð Domino´s deildar karla.
 
Hjálmar kvaðst ætla að yrkja eftir alla sigurleiki Tindastóls hér eftir þessa leiktíðina og vill sjá sína menn í úrslitakeppninni en Hjálmar hefur verið stuðningsmaður Tindastóls í þrjá áratugi:
 
Stóllinn á af sigrum söfn,
sælt er leiki að vinna.
Næst er það Þór í Þorlákshöfn
og þvínæst eitthvert hinna.
 
Höf: Séra Hjálmar Jónsson
 
Mynd/ Hjalti Árnason