Eins og kom fram í gær þá er búið að velja U16 og U18 ára landsliðin fyrir Norðurlandamótið dagana 8.-12. maí næstkomandi. Ef rýnt er í fulltrúafjölda frá aðildarfélögum KKÍ sést að það eru Njarðvíkingar sem eiga flesta fulltrúa þetta árið eða 8 talsins. Alls eru 16 aðildarfélög KKÍ sem eiga munu fulltrúa á mótinu og 18 þeirra koma úr Suðurnesjaliðunum Keflavík, Njarðvík og Grindavík en alls eru 48 leikmenn valdir til verkefnanna.
 
Suðurlandið í Þór Þorlákshöfn, FSu og Hamri eiga fimm fulltrúa á mótinu en félögin í og við höfuðborgarsvæðið, Haukar, KR, Breiðablik, Stjarnan, Valur, Fjölnir og ÍR eiga samtals 22 fulltrúa.
 
Fjöldi liðsmanna á NM frá aðildarfélögum KKÍ:
 
Njarðvík: 8
Keflavík: 7
Haukar: 6
KR: 5
Breiðablik: 3
Grindavík: 3
Stjarnan: 3
Valur: 3
Hamar: 2
Þór Þorlákshöfn: 2
KFÍ: 1
Tindastóll: 1
Fjölnir: 1
ÍR: 1
Höttur: 1
FSu: 1
  
Mynd/ Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson er einn af átta úr Ljónagryfjunni sem verða á Norðurlandamótinu í maí.