Eftir um hálftíma hefst viðureign Snæfells og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla en eins og flestum er ljóst er um að ræða oddaviðureign liðanna, hreinan úrslitaleik um hvort liðið komist áfram í undanúrslit mótsins.
 
Njarðvíkingar eru fjölmennir í Hólminum í dag og eftir stutt spjall við Friðrik Ragnarsson formann KKD UMFN sem staddur er í Hólminum taldi hann að liðlega 300 Njarðvíkingar væru mættir í hús.